Ein af hetjunum til Bandaríkjanna

Christian Fuchs er kominn til Bandaríkjanna.
Christian Fuchs er kominn til Bandaríkjanna. AFP

Bandaríska knattspyrnufélagið Charlotte FC hefur gengið frá samningi við Austurríkismanninn Christian Fuchs á frjálsri sölu. Hann kemur til Charlotte frá Leicester.

Fuchs kom til Leicester árið 2015 og lék yfir 150 leiki með liðinu. Hann lék 34 leiki er Leicester vann ensku úrvalsdeildina gríðarlega óvænt árið 2016.

Þá hefur hann leikið 78 landsleiki fyrir Austurríki og skorað í þeim eitt mark. Hann var í austurríska liðinu sem tapaði fyrir Íslandi á EM í Frakklandi árið 2016. Fuchs lék með Schalke í Þýskalandi áður en leiðin lá til Englands.

mbl.is