United með nýtt tilboð í enskan landsliðsmann

Jadon Sancho
Jadon Sancho AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur lagt fram tilboð upp á 75 milljónir punda í enska landsliðsmanninn Jadon Sancho sem leikur með Dortmund í Þýskalandi.

Dortmund hafnaði síðasta tilboði United, en enska félagið vonast til að endurbætt tilboð verði nóg til að fá það þýska til að selja.

Sancho, sem er 21 árs, hefur verið einn besti sóknarmaður þýsku deildarinnar síðustu ár, þrátt fyrir ungan aldur. Hann kom til Dormtund frá Manchester City árið 2017 og hefur skorað 38 mörk í 104 deildarleikjum. Þá hefur hann skorað þrjú mörk í nítján landsleikjum með Englandi.

mbl.is