Frakkinn þakkar fyrir sig

Olivier Giroud með AC Milan grímuna sína.
Olivier Giroud með AC Milan grímuna sína. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Olivier Giroud kvaddi í dag liðsfélaga sína og stuðningsmenn enska félagsins Chelsea en hann verður staðfestur sem leikmaður AC Milan innan skamms.

Giroud skoraði 39 mörk í 119 leikjum með Chelsea og vann þrjá stóra bikara með liðinu, þar á meðal Meistaradeildina á síðustu leiktíð.

„Til stuðningsmanna, liðsfélaga, þjálfara og félagsins í heild. Innilegar þakkir fyrir þessi sérstöku augnablik. Ég er að fara í nýtt ferðalag með gleði í hjarta. Sigrarnir í enska bikarnum, Evrópudeildinni og Meistaradeildinni voru magnaðir,“ skrifaði Giroud á Twitter.

mbl.is