Íslendingur spilaði fyrir úrvalsdeildarlið

Patrik Sigurður Gunnarsson
Patrik Sigurður Gunnarsson Ljósmynd/Szilvia Micheller

Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson lék seinni hálfleikinn með Brentford er liðið vann 1:0-sigur á AFC Wimbledon í æfingaleik í fótbolta í dag.

Patrik, sem er 21 árs, hefur undanfarin ár verið að láni hjá Southend, Viborg og Silkeborg en æfir nú með aðalliði Brentford á meðan liðið undirbýr sig fyrir lífið í ensku úrvalsdeildinni.   

Brentford tryggði sér sæti í deildinni með því að vinna Swansea í úrslitaleik á Wembley. Patrik, sem er uppalinn hjá Breiðabliki, á 12 landsleiki að baki fyrir U21 árs landslið Íslands.

mbl.is