Arsenal vill leikmann nýliðanna

Max Aarons gæti farið til Arsenal.
Max Aarons gæti farið til Arsenal. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur mikinn áhuga á að fá bakvörðinn Max Aarons frá Norwich, nýliðum ensku úrvalsdeildarinnar.

The Mirror greinir frá því að Arsenal vilji enn bæta við sig nokkrum leikmönnum fyrir komandi tímabil og Aarons sé einn þeirra. Hann er samningsbundinn Norwich til ársins 2024.

Miðilinn greinir einnig frá því að Tottenham, Manchester United og Everton hafi sýnt Aarons áhuga.

mbl.is