Jökull framlengir og fer aftur á lán

Jökull Andrésson leikur með Morecambe á tímabilinu.
Jökull Andrésson leikur með Morecambe á tímabilinu. Ljósmynd/Morecambe

Jökull Andrésson, markvörður U21 árs landsliðs karla í fótbolta, er kominn til enska C-deildarfélagsins Morecambe að láni út komandi tímabil.

Morecambe tryggði sér sæti í C-deildinni á síðustu leiktíð með því að vinna umspil D-deildarinnar. Jökull, sem er 19 ára, lék tvo leiki með Morecambe að láni á síðustu leiktíð. Hann var einnig að láni hjá Exeter og lék 29 leiki í D-deildinni.

Áður en Jökull samþykkti lánssamning Morecambe gerði hann nýjan þriggja ára samning við B-deildarfélagið Reading þar sem hann hefur verið frá árinu 2017 er hann kom til félagsins frá Aftureldingu.

mbl.is