Flottar vörslur og rautt spjald (myndskeið)

Hvorki Southampton né West Ham tókst að skora er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Southampton í dag. Lokatölurnar urðu því 0:0.

Bæði lið fengu sín færi og voru nálægt því að skora en markverðir beggja liða og tréverk komu í veg fyrir það. Michail Antonio, framherji West Ham, fékk síðan sitt annað gula spjald, og þar með rautt, í lokin.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is