Klopp felldi tár í viðtali (myndskeið)

„Þetta eru slæm ökklameiðsli,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um meiðslin sem hinn 18 ára gamli Harvey Elliott varð fyrir í 3:0-sigrinum á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

„Hann átti frábæran leik í dag og hann er virkilega góður leikmaður. Við spilum áfram án hans, en bíðum eftir honum líka. Hann er toppleikmaður. Ég sá strax hvað gerðist, því ég sá fótinn á honum og hann var ekki á réttum stað. Þess vegna vorum við allir í áfalli,“ sagði Klopp, áður en hann felldi tár.

Hann var virkilega ánægður með frammistöðuna, sérstaklega í ljósi þess að ungur leikmaður varð fyrir slæmum meiðslum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is