Laus stjórastaða hjá fornfrægu liði

Chris Hughton.
Chris Hughton. AFP

Nottingham Forest sagði upp knattspyrnustjóranum Chris Hughton en tilkynnt var um uppsögnina í dag. 

Forest hefur byrjað afleitlega í ensku b-deildinni og situr á botninum. Hefur liðið tapað sex af fyrstu sjö leikjunum. 

Nottingham Forest hefur ekki leikið í efstu deild á þessari öld en saga félagsins er glæsileg. Liðið sigraði til að mynda í Evrópukeppni meistaraliða tvö ár í röð en þá stýrði Brian Clough liðinu. 

Nú orðið fá stjórarnir lítinn tíma hjá Forest en Chris Hughton sem lék með Guðna Bergssyni hjá Tottenham á sínum tíma náði ekki að vera í eitt ár með liðið. Frá árinu 2010 hafa tuttugu og einn knattspyrnustjóri stýrt Nottingham Forest. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert