Moyes mætir Manchester United

Það verður meira en nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þá fara fram níu leikir. 

Liverpool fær Crystal Palace í heimsókn á morgun og Jóhann Berg Guðmundsson verður væntanlega í eldlínunni með Burnley gegn Arsenal. Meistararnir í Manchester City eiga heimaleik gegn Southampton. 

David Moyes fær sitt gamla félag Manchester United í heimsókn á sunnudag en það verður aldeilis ekki eini leikurinn í London á sunnudag. Þá mætast einnig Tottenham og Chesea. 

Í meðfylgjandi myndskeiði fer Tómas Þór Þórðarson yfir allt það helsta sem gerist um helgina í ensku úrvalsdeildinni en leikirnir verða í beinni útsendingu hjá Síminn Sport. 

mbl.is