Guardiola hótar að yfirgefa City

Pep Guardiola með hendur á lofti.
Pep Guardiola með hendur á lofti. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er ósáttur við viðbrögð Kevin Parker, formanns stuðningsmannafélags Manchester-liðsins, eftir að Guardiola gagnrýndi stuðningsmenn félagsins fyrir að fylla ekki Etihad-völl liðsins.

Um 15.000 auð sæti voru á vellinum er City vann 6:3-sigur á Leipzig í Meistaradeildinni í vikunni og Guardiola lýsti vonbrigðum sínum með mætinguna í viðtali við BT sports eftir leik. Í kjölfarið gagnrýndi Parker spænska stjórann og sagði honum að einbeita sér að þjálfun. Guardiola var ósáttur við ummælin. 

„Ég er ósáttur og vonsvikinn með viðbrögðin hans. Hann þykist geta sagt mér hvað ég á að gera og segja. Ég veit hvað ég vildi segja. Hvernig sem það er, þá yfirgef ég félagið ef fólk er ósátt við mig.

Ég er búinn að vera hérna í fimm ár og fólk sem segist ekki skilja mig er viljandi að mistúlka orðin mín. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því sem ég sagði, því ég var hreinskilinn,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert