Mörkin geta komið úr öllum áttum (myndskeið)

Andy Townsend, fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni og núverandi sparkspekingur, segir fjölda leikmanna bæði Liverpool og Manchester City vera færa um að skora í stórleik helgarinnar í deildinni í dag.

Hann segir Man City sérstaklega vera með gífurlegan fjölda sóknarmanna og miðjumanna sem geti skorað og þá séu allir sóknarmenn Liverpool hættulegir.

Townsend hefur sérstaklega hrifist af Jack Grealish hjá Man City og Mohamed Salah hjá Liverpool það sem af er tímabili.

Yfirferð hans um lykilmenn liðanna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Leik­ur Li­verpool og Manchester City í ensku úr­vals­deild­inni hefst klukk­an 15.30 í dag og verður sýnd­ur í beinni út­send­ingu á Sím­an­um Sport. Upp­hit­un hefst hálf­tíma fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert