Stjórarnir ástæðan fyrir auknu vægi viðureignarinnar (myndskeið)

Andy Townsend, fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni og núverandi sparkspekingur, segir stærstu ástæðuna fyrir auknu vægi viðureignar Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á undanförnum árum vera vegna knattspyrnustjóra beggja liða.

Eft­ir að Jür­gen Klopp tók við Li­verpool í októ­ber 2015 og Pep Guar­di­ola tók við Man City sumarið 2016 hafa bæði lið bætt sig stöðugt og fest sig í sessi á undanförnum árum sem tvö af allra bestu liðum Evrópu.

Því er ekki nema von að viðureignir liðanna í ensku úrvalsdeildinni verði sífellt stærri og mikilvægari að mati Townsends.

Hann fer nánar yfir viðureignina í spilaranum hér að ofan.

Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 15.30 í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrr.

mbl.is