„Það er ég sem er stjórinn“

Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni í leiknum gegn Everton um …
Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni í leiknum gegn Everton um þarsíðustu helgi. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varið þá ákvörðun sína að velja ekki portúgölsku stórstjörnuna Cristiano Ronaldo í byrjunarlið sitt gegn Everton í leik í ensku úrvalsdeildinni um þarsíðustu helgi og segir að hann einn taki ákvarðanir þegar kemur að liðsvali.

„Það er ég sem er stjórinn. Ég stýri og þjálfa leikmennina fyrir félagið. Það er frábært að hafa hann inni á vellinum vegna þess að hann skilar alltaf sínu. Því oftar sem hann er á vellinum, því betra,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi í dag.

Hann sagðist glaður vilja hafa Ronaldo í byrjunarliðinu í hvert sinn en að það sé einfaldlega ekki hægt vegna leikjaálags.

„Hann er stórkostlegur leikmaður, stórkostlegur í að klára færin sín, markaskorari og stórkostlegur atvvinumaður. Það er erfitt að velja hann ekki í liðið og ég held að allir myndu glaðir vilja það.

Ef það væri hægt að spila sex leiki á sex dögum með sömu ellefu í liðinu í hvert sinn væri það frábært. En rótering á liðinu er mikilvæg því við þurfum að nálgast apríl og maí með alla í toppstandi. Þegar maí bar að garði á síðasta tímabili vorum við of þreyttir,“ bætti Solskjær við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert