Skilur ekki hvað Solskjær var að hugsa

Paul Ince, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Liverpool, skilur ekki hvers vegna Cristiano Ronaldo byrjaði á bekknum gegn Everton í síðasta leik United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli og kom Ronaldo inn á fyrir Edinson Cavani í seinni hálfleik. Ince skilur ekki hvers vegna Ole Gunnar Solskjær byrjaði með Ronaldo á bekknum, en sá portúgalski var allt annað en sáttur við ákvörðunina.

Innslag hjá Ince tala um Solskjær og Ronaldo má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is