United nær samkomulagi við félag Rangnicks

Ralf Rangnick er að taka við Manchester United.
Ralf Rangnick er að taka við Manchester United. CHRISTIAN CHARISIUS

Manchester United hefur komist að samkomulagi við Lokomotiv Moskvu í grundvallaratriðum um að Ralf Rangnick láti af störfum hjá rússneska félaginu til þess að stýra því enska út yfirstandandi tímabil.

Sky Sports greinir frá.

Rangnick er samningsbundinn Lokomotiv Moskvu og því þurftu forráðamenn United að borga tiltekna upphæð til þess að leysa hann undan samningi.

Samkvæmt Sky hafa félögin nú komist að samkomulagi um hver sú upphæð verður og er því búist við að Rangnick skrifi formlega undir samning við United um að stýra liðinu til bráðabirgða út tímabilið og taka svo við starfi ráðgjafa til næstu tveggja ára að því loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert