„Þurfum að gleyma þessu og halda áfram“

Thomas Partey, miðjumaður Arsenal, var til viðtals hjá Tómasi Þór Þórðarsyni á Síminn Sport að loknum leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 3:2 sigri United.

Partey var jákvæður í viðtalinu þrátt fyrir tapið og segist viss um að lið hans muni koma til baka í næsta leik og vinna. 

Viðtalið við Partey má sjá í heild sinni hér að ofan.

Leikur Manchester United og Arsenal var í beinni útsendingu á Síminn Sport.

mbl.is