Tilþrifin: Draumamark Kovacic í æsilegu jafntefli

Mateo Kovacic skoraði magnað mark fyrir Chelsea þegar liðið gerði 2:2-jafntefli við Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Sadio Mané og Mohamed Salah höfðu komið Liverpool í 0:2-forystu eftir 26 mínútna leik.

Þá var röðin komin að Kovacic, sem hitti boltann óaðfinnanlega á lofti fyrir utan teig og fór hann í stöngina og inn skömmu fyrir leikhlé.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Christian Pulisic svo metin og staðan því 2:2 í leikhléi, sem reyndust sem áður segir lokatölur.

Bæði lið fengu þó fjölda frábærra færa og má sjá öll fjögur mörkin og nokkur færanna í spilaranum hér að ofan.

mbl.is