Hargreaves: Tuchel og Conte eru sigurvegarar

Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, segir það morgunljóst að knattspyrnustjórar bæði Chelsea og Tottenham Hotspur séu sigurvegarar.

„Ég myndi segja að Thomas Tuchel sé fyrst og fremst sigurvegari. Hann er frábær þegar kemur að leikskipulagi, hann er nútíma knattspyrnustjóri sem vill halda boltanum, pressa hátt og spila af ákafa.

Ef þú leggur þig ekki fram spilarðu ekki. Ég elska það og ég tel að [Antonio] Conte sé eins. Alls staðar þar sem Conte hefur komið við hefur hann unnið. Það sýnir bara áhrifin sem hann hefur,“ sagði Hargreaves.

Vangaveltur hans um stjóra Chelsea og Tottenham má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Leikur Chelsea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 16.30 í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert