Batt sig við stöngina á Goodison Park

Mótmælandinn fastur við stöngina á Goodison Park.
Mótmælandinn fastur við stöngina á Goodison Park. AFP

Nokkurra mínútna töf varð á leik Everton og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem nú stendur yfir á Goodison Park í Liverpool, þegar áhorfandi batt sig við markstöng á öðru markinu.

Nokkrar mínútur tók að losa manninn frá stönginni og bera hann af velli en hann var í bol með áletruninni: Just Stop Oil (stöðvið bara olíuna).

Annar áhorfandi fór inn á völlinn á sama tíma en öryggisverðir náðu að lokum að koma þeim í burtu og leikurinn gat haldið áfram.

Mótmælandinn dreginn af velli.
Mótmælandinn dreginn af velli. AFP
Maðurinn hafði náð að binda sig rækilega fastan.
Maðurinn hafði náð að binda sig rækilega fastan. AFP
mbl.is