Arteta kvartar of mikið

Antonio Conte á hliðarlínunni í gærkvöldi.
Antonio Conte á hliðarlínunni í gærkvöldi. AFP/Glyn Kirk

Antonio Conte, stjóri Tottenham segir kollega sinn hjá Arsenal, Mikel Arteta, kvarta of mikið. Tottenham vann sannfærandi 3:0-sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

„Arteta er mjög góður stjóri, en síðustu sex mánuði hef ég heyrt hann kvarta mjög mikið. Hann þarf að einbeita sér meira að liðinu sínu í stað þess að kvarta. Hann þarf að vera rólegri og halda áfram því góða starfi sem hann hefur verið að gera.“

Tottenham er nú stigi á eftir Arsenal í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni að ári. Bæði lið eiga tvo leiki eftir og er því ljóst að þetta verður barátta til síðasta blóðdropa.

mbl.is