Barcelona að kaupa leikmann Leeds

Raphinha er á leið til Barcelona.
Raphinha er á leið til Barcelona. AFP/Oli Scarff

Brasilíski sóknarmaðurinn Raphinha hefur samþykkt fimm ára samning við spænska knattspyrnufélagið Barcelona og mun hann ganga í raðir félagsins fyrir næstu leiktíð.

Mundo Deportivo greinir frá að Barcelona eigi þó enn eftir að semja um kaupverð við Leeds en sá brasilíski hefur verið einn besti leikmaður Leeds undanfarin tvö tímabil.

Frammistaða Raphinha með Leeds hefur skilað honum sæti í brasilíska landsliðshópnum. Hann hefur skorað þrjú mörk í sjö leikjum með landsliðinu og 16 mörk í 64 leikjum með Leeds í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is