Dómararnir vilja okkur burt úr deildinni

Ashley Barnes, sóknarmaður Burnley.
Ashley Barnes, sóknarmaður Burnley. AFP/Oli Scarff

Ashley Barnes, sóknarmaður Burnley, segir flesta vilja sjá liðið falla úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla, meira að segja dómara deildarinnar.

Burnley mætir Newcastle United í lokaumferð deildarinnar í dag og er í 17. sæti, síðasta örugga sæti hennar en með jafnmörg stig, 35 og Leeds United sem er í 18. og síðasta fallsætinu, en Leeds er með talsvert verri markatölu.

„Undanfarin tímabil hefur fólk horft á okkur og hugsað með sér að við séum erfitt lið og spilum ljótan bolta.

Með fullri virðingu þá held ég að fólk, meira að segja dómarar, vilji að við hverfum á brott úr deildinni,“ sagði Barnes á blaðamannafundi á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert