City og Arsenal ná samkomulagi um Jesus

Gabriel Jesus er á leiðinni til Norður Lundúna..
Gabriel Jesus er á leiðinni til Norður Lundúna.. AFP

Knattspyrnufélögin Arsenal og Manchester City hafa náð munnlegu samkomulagi á félagsskiptum Gabriel Jesus, leikmanns Manchester City, til Arsenal.

Verðmiðinn sem Arsenal mun greiða fyrir Jesus nemur um 45 milljónir punda. Félögin eiga einungis eftir að ganga frá nokkrum pappírum og þá eru félagsskiptin klár. Arsenal eiga enn eftir að semja endanlega við Jesus um kaup og kjör en það er víst lítið vesen. 

Jesus hefur mikinn áhuga á að spila undir Mikel Arteta, þjálfara Arsenal. Þeir þekkjast vel þar sem Arteta var í þjálfarateymi Man. City áður en hann tók við stólnum hjá Arsenal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert