Cech hættir einnig

Petr Cech í leik með Chelsea.
Petr Cech í leik með Chelsea. AFP

Petr Cech er hættur sem tæknilegur ráðgjafi hjá knattspyrnufélaginu Chelsea. Hann bætist því við í hópinn ásamt Bruce Buck, fyrrum formanni, og Marina Granovskaia, yfirmanni knattspyrnumála sem hættir í lok sumargluggans. 

Margt hefur breyst frá því að Roman Abramovic seldi félagið. Nýr eigandi Todd Boehly hefur komið inn og ljóst er að það verða miklar breytingar á knattspyrnumálum félagsins. 

Cech, fyrrum markvörður og goðsögn, hefur starfað sem tæknilegur ráðgjafi frá árinu 2019. 

Sem leikmaður spilaði Cech 333 leiki fyrir Chelsea og vann 17 titla, meðal annars fjóra meistaratitla og einn Meistaradeildartitil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert