Everton og Tottenham ná samkomulagi um Brassann

Richarlison ferðast til Lundúna á komandi dögum.
Richarlison ferðast til Lundúna á komandi dögum. AFP/Oli Scarff

Ensku knattspyrnufélögin Tottenham og Everton hafa náð samkomulagi um félagsskipti brasilíska framherjans Richarlison til Tottenham. 

Samkomulaginu var náð seint í gærkvöldi og mun Richarlison ferðast til Norður-Lundúna á næstum dögum til að fara í læknisskoðun og skrifa undir samning sinn. 

Richarlison verður fjórði leikmaðurinn sem Tottenham sækir í sumar. Hinir eru þeir Fraser Foster, Ivan Perišić og Yves Bissouma. Félagið ætlar aldeilis að styrkja sig fyrir komandi átök í Meistaradeildinni.

mbl.is