City fær vinstri bakvörð

Sergio Gomez kom til Anderlecht fyrir síðasta tímabil og skrifaði …
Sergio Gomez kom til Anderlecht fyrir síðasta tímabil og skrifaði undir 4 ára samning. Ljósmynd/Anderlecht

Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur samþykkt að borga 11 milljón pund fyrir Sergio Gomez, leikmann Anderlecht .

Hin 21 árs gamli leikmaður er samkvæmt Sky Sports séður sem framtíðar leikmaður City en fer að öllum líkum á lán þegar hann kemur til þeirra. Hann er vinstri bakvörður en félagið var einnig á eftir Marc Cucurella sem fór til Chelsea og hefur núna áhuga á  Raphael Guerreiro sem spilar fyrir Dortmund.

Raphael Guerreiro hefur spilað 189 leiki fyrir Dortmund og í þeim hefur þessi vinstri bakvörður skorað 34 mörk og gefið 37 stoðsendingar síðan hann kom til félagsins árið 2016. Guerreiro, eða aðrir leikmenn sem City hefur áhuga á, fara að öllum líkindum í aðallið City en ef ekkert verður úr því gæti Gomez farið í þann stað.

mbl.is