Ég væri búinn að fá leikmann

Jurgen Klopp tók við Liverpool liðinu árið 2015.
Jurgen Klopp tók við Liverpool liðinu árið 2015. AFP/Roslan Rahman

„Ef við værum að leita af leikmanni værum við búnir að fá leikmann,“ sagði Jür­gen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á blaðamannafundi í dag.

„Það gengur einungis upp að nota leikmannamarkaðinn ef við getum fundið réttan leikmann, ekki bara einhvern leikmann, rétta leikmanninn. Ef við hefðum ætlað að taka inn leikmann hefðum við gert það á fyrsta deginum í glugganum eða fyrsta degi á undirbúningstímabilinu. Við værum búnir að því,“ segir Klopp en mikil umræða hefur verið hvort hann ætli að ná sér í miðjumann þar sem mikil meiðsli hafa verið þar í liðinu.

Thiago Alcantara er nýjasti leikmaðurinn sem bætist á langann meiðslalista Liverpoool en hann kom haltrandi af velli með meiðsi aftan í læri í fyrsta leik Liverpool á tímabilinu og verður frá í 4-6 vikur.

Klopp sagði að Naby Keita verður leikfær á mánudaginn gegn Crystal Palace en hann missti af fyrsta leik liðsins vegna veikinda. Konstantinos Tsimikas mun svo líklegast æfa í dag. 

mbl.is