Ten Hag sá fyrsti í 101 ár

Erik ten Hag fer afar illa af stað í Manchester.
Erik ten Hag fer afar illa af stað í Manchester. AFP/Ian Kington

Manchester United fékk 0:4-skell á útivelli gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Liðið er því án stiga eftir tvær umferðir, eftir 1:2-tap á heimavelli fyrir Brighton í fyrstu umferðinni.

Með tapinu í gær varð Erik ten Hag fyrsti stjórinn til að tapa fyrstu tveimur deildarleikjum sínum með Manchester United síðan John Chapman gerði slíkt hið sama árið 1921.

Sá hollenski er því fyrsti stjóri enska stórliðsins í 101 ár til að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum á hliðarlínunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert