Sýnt beint frá Newcastle á mbl.is

Eddie Howe stýrði Bournemouth lengi en nú er hann við …
Eddie Howe stýrði Bournemouth lengi en nú er hann við stjórnvölinn hjá Newcastle. AFP/Lindsey Parnaby

Leikur Newcastle og Bournemouth í sjöundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem hefst á St James' Park í Newcastle klukkan 14.00 verður sýndur beint hér á mbl.is. 

Útsendingin hefst  kl. 13.30 með upphitun á Símanum Sport og er á sérvefnum Enski boltinn. Flautað er til leiksins klukkan 14.00.

Newcastle er í 11. sæti deildarinnar og nýliðar Bournemouth í 13. sæti en bæði liðin eru með 7 stig eftir sex umferðir. 

Eddie Howe var knattspyrnustjóri Bournemouth í mörg ár og fór með liðið úr D-deild í úrvalsdeild, þar sem hann hélt því í fimm ár, en hann stýrir liði Newcastle í dag.

mbl.is