Eiður Smári: Arsenal eina liðið

Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í gærkvöldi.

Á meðal þess sem þau ræddu var Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal. Xhaka var langt frá því að vera vinsælasti leikmaðurinn hjá stuðningsmönnum Arsenal eftir að hann reifst við þá á leið sinni af vellinum fyrir nokkru síðan og kastaði treyjunni frá sér í kjölfarið.

Síðan þá hefur samband Xhaka og stuðningsmannanna batnað til muna og fögnuðu þeir honum afar vel þegar Svisslendingurinn skoraði þriðja markið gegn Tottenham í 3:1-sigri í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is