Sir Alex lofar Klopp

Jürgen Klopp
Jürgen Klopp AFP/Oli Scarff

„Mér er sönn ánægja að bjóða Jürgen Klopp í þúsund leikja klúbbinn,“ sagði goðsögnin Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, við það tilefni að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrði liði í þúsundasta sinn í gær.

„Jürgen er án vafa einn hæfileikaríkasti knattspyrnustjórinn í fótboltaheiminum og sú ástríða og staðfesta sem hann leggur í hlutverk sitt sem stjóri er innblástur fyrir hvern sem ætlar sér feril í knattspyrnustjórnun.

Þeir fjölmörgu titlar sem hann hefur unnið á ferlinum, þeirra á meðal í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni með Liverpool, staðfesta stöðu hans á meðal hinna fremstu í sportinu.“

Sir Alex Ferguson
Sir Alex Ferguson Ljósmynd/AFP
mbl.is