„Ég veit alltaf hvar markið er“

Harry Kane skorar markið sögulega í gær.
Harry Kane skorar markið sögulega í gær. AFP/Adrian Dennis

„Ég var bara að reyna að koma mér í þá stöðu að ég ætti eitt skref á hann. Ég notaði varnarmanninn og sveigði boltann fram hjá honum í fjærhornið. Þetta var gott mark. Ég er búinn að spila fótbolta það lengi að ég veit alltaf hvar markið er. Svona augnablik verða til af sjálfu sér,“ sagði Harry Kane um markið sem jafnaði markamet Tottenham goðsagnarinnar Jimmy Greaves í gær.

Kane hefur skorað 266 mörk fyrir Tottenham síðan hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2011.

„Við ætlum að halda áfram að berjast. Stjórinn er mjög ástríðufullur og við munum halda áfram að leggja hart að okkur fyrir hann. Að vera í liði snýst ekki bara um það sem gerist á vellinum. Það snýst líka um að leikmenn, stjórinn og starfsliðið standi saman. Við viljum vinna alla leiki fyrir stjórann.

Vonandi getum við byggt á þessum sigri, það er nóg af leikjum fram undan og það er hellingur eftir til að berjast fyrir.

mbl.is