Hollendingurinn kominn til Tottenham

Arnaut Danjuma er kominn til Tottenham.
Arnaut Danjuma er kominn til Tottenham. Ljósmynd/Tottenham

Enska knattspyrnufélagið Tottenham hefur fengið hollenska leikmaninn Arnaut Danjuma að láni út yfirstandandi leiktíð. Hann kemur til félagsins frá Villarreal á Spáni.

Danjuma, sem er 25 ára, er fæddur í Nígeríu en flutti ungur að árum til Hollands. Þar lék hann með NEC Nijmegen og færði sig síðan yfir til Club Brugge í Belgíu árið 2018.

Eftir það lá leiðin til Bournemouth, þar sem hann lék í ensku úrvalsdeildinni. Eftir fall liðsins skipti sóknarmaðurinn yfir til Villarreal, þar sem hann hefur skorað 12 mörk í 33 deildarleikjum.

mbl.is