Brasilísk sýning á Old Trafford

Casemiro vippar boltanum Joe Lumley.
Casemiro vippar boltanum Joe Lumley. AFP/Oli Scarff

Það var brasilísk sýning á Old Trafford er Manchester United vann 3:1 sigur á Reading í enska bikarnum í fótbolta í kvöld.

Manchester United byrjaði leikinn mun betur og komst í ótal af góðum stöðum en nýtti þær illa. 

Á 35. mínútu kom Marcus Rashford United-mönnum yfir með skallamarki eftir undirbúning frá Wout Weghorst. Markið var þó síðar dæmt af af VAR-sjánni því Weghorst var rangstæður í undirbúningnum. 

Brasilíumaðurinn Casemiro kom svo United yfir á 54. mínútu eftir undirbúning frá Anthony. Casemiro fékk þá boltann frá landa sínum og vippaði honum laglega yfir markvörð Reading. 

Casemiro tvöfaldaði svo forystu United fimm mínútum síðar með glæsilegu skoti langt utan teigs.

Brasilíska sýningin hélt áfram á Old Trafford því á 67. mínútu kom Fred Manchester-liðinu 3:0 yfir með laglegu hælspyrnumarki eftir undirbúning frá Bruno Fernandes.

Senegalski varnarmaðurinn Amadou Salif Mbengue minnkaði svo muninn fyrir Reading í 1:3 með góðu skallamarki á 72. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og við stóð, 3:1 fyrir Manchester United sem er komið í næstu umferð.

Marcus Rashford skallar boltann í netið en markið var síðar …
Marcus Rashford skallar boltann í netið en markið var síðar dæmt af. AFP/Oli Scarff
mbl.is