Er elskaður af stuðningsmönnunum

Jökull Andrésson..
Jökull Andrésson.. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markvörðurinn Jökull Andrésson hélt hreinu í 2:0 útisigri Exeter á MK Dons í ensku C-deildinni í fótbolta fyrr í dag. 

Jökull er á láni hjá Exeter frá Reading en láns­samn­ing­ur­inn gild­ir aðeins í eina viku. Ex­eter leik­ur í ensku C-deild­inni og er um neyðarlán að ræða vegna meiðsla aðal­markv­arðar liðsins, Jamal Blackm­an.

Jök­ull, sem er 21 árs, hef­ur verið á mála hjá B-deild­ar liði Rea­ding frá ár­inu 2018 og þetta er í þriðja sinn sem Jök­ull hefur verið lánaður til Ex­eter.

Hann hélt svo hreinu í sigri dagsins sem kætti stuðningsmenn liðsins mikið. Félagið birti svo myndband af Jökli fagna sigrinum á alvöru hátt eftir leikinn sem stuðningsmennirnir hafa tekið vel í og vilja helst halda honum sem lengst. 

Hér fyrir neðan má sjá myndbrotið:

mbl.is