Leikmaður Juventus á leið til Leeds

Weston McKennie með boltann í leik með Juventus.
Weston McKennie með boltann í leik með Juventus. AFP/Alberto Pizzoli

Weston McKennie, miðjumaður ítalska knattspyrnuliðsins Juventus, er á leið til enska liðsins Leeds United.

McKennie hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2020 en hann er Bandaríkjamaður líkt og Jesse Marsch, stjóri Leeds.

Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að viðræður séu á lokastigi. McKennie fer til Leeds á láni en félagið hefur möguleika á að kaupa hann þar til lánssamningnum lýkur.

Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, segir að leikmaðurinn verði ekki með liðinu á morgun og að samningar á milli liðanna séu í höfn.

McKennie verður þriðji Bandaríkjamaðurinn í leikmannahópi Leeds en fyrir eru miðjumennirnir Tyler Adams og Brenden Aaronson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert