Conte kominn í veikindaleyfi

Antonio Conte fer í uppskurð í dag.
Antonio Conte fer í uppskurð í dag. AFP/Adrian Dennis

Antonio Conte, knattspyrnustjóri enska félagsins Tottenham Hotspur, er kominn í leyfi vegna veikinda.

Í tilkynningu á samfélagsmiðlum Tottenham er sagt að hann hafi undanfarna daga verið með slæma kviðverki og eftir að í ljós hafi komið að um gallsteinakast hafi verið að ræða, muni hann  gangast undir uppskurð í dag til að fjarlægja gallblöðruna. 

Sagt er að Conte muni snúa aftur þegar hann hafi jafnað sig eftir aðgerðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert