United fékk Austurríkismann lánaðan

Marcel Sabitzer (til vinstri) með handklæði yfir höfðinu eftir ósigur …
Marcel Sabitzer (til vinstri) með handklæði yfir höfðinu eftir ósigur Austurríkis gegn Íslandi á EM 2016 í Frakklandi. AFP

Manchester United hefur fengið austurríska knattspyrnumanninn Marcel Sabitzer lánaðan frá Þýskalandsmeisturum Bayern München.

Sabitzer er 28 ára gamall miðjumaður sem kom til Bayern frá RB Leipzig fyrir hálfu öðru ári og hefur spilað 40 deildarleiki fyrir meistarana.

Hann var sjö ár í röðum Leipzig og hefur skorað 12 mörk í 68 landsleikjum fyrir Austurríki en þar lék hann m.a. með austurríska liðinu þegar það tapaði 1:2 fyrir Íslandi á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016.

mbl.is