Chelsea missteig sig enn og aftur

Heimsmeistarinn Enzo Fernández lék sinn fyrsta leik með Chelsea í …
Heimsmeistarinn Enzo Fernández lék sinn fyrsta leik með Chelsea í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Chelsea og Fulham skildu jöfn, 0:0, í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hefur Chelsea nú aðeins unnið einn leik af síðustu sjö í öllum keppnum.

Þýski sóknarmaðurinn Kai Havertz komst næst því að skora fyrir Chelsea, en hann skaut í stöngina í blálok fyrri hálfleiks. Raheem Sterling fékk fínt færi í uppbótartíma, en Bernd Leno í marki Fulham varði vel.

Aleksandar Mitrovic reyndi á Kepa Arrizabalaga með langskoti 20 mínútum fyrir leikslok, en spænski markvörðurinn varði með herkjum. Þess fyrir utan skapaði Fulham sér fá tækifæri og markalaust jafntefli niðurstaðan.

Fulham er í sjötta sæti deildarinnar með 32 stig og Chelsea í níunda sæti með 30.

mbl.is