Mörkin: Sjóðheitur Rashford í sigri Manchester United

Marcus Rashford hefur verið frábær í liði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni undanfarið og hann var sjóðheitur í sigri liðsins gegn Crystal Palace á Old Trafford í dag.

Fyrirgjöf Englendingsins fór í hönd varnarmanns gestanna innan vítateigs og vítaspyrna var dæmd sem Bruno Fernandes skoraði úr. Rashford var svo sjálfur á ferðinni í seinni hálfleik og skoraði sitt sjötta mark í sjö síðustu leikjum.

Jeffrey Schlupp leikmaður Crystal Palace minnkaði muninn fyrir gestina þegar um stundarfjórðungur lifði leiks en lengra komust þeir ekki.

Mörkin í leiknum ásamt helstu fær­un­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­starfi við Sím­ann Sport.

mbl.is