Hraunar yfir framherja Leeds

Jessi Marsch og Patrick Bamford ræða saman.
Jessi Marsch og Patrick Bamford ræða saman. AFP/Paul Ellis

Chris Sutton, sem lék á sínum tíma með liðum á borð við Chelsea, Blackburn og Norwich, lét Patrick Bamford, framherja enska úrvalsdeildarliðsins Leeds, heyra það í útvarpsþætti sínum á BBC.

Bamford náði sér ekki á strik er Leeds tapaði fyrir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn var.

Í kjölfarið fór hann í viðtal við BBC og útskýrði að hann hafi verið einn gegn tveimur miðvörðum Forest allan leikinn og hann hafi fengið litla hjálp frá samherjum sínum. Virtist hann þar með skjóta á leikaðferð knattspyrnustjórans Jesse Marsch, sem var síðan rekinn í gær.

„Þú átt að halda svona skoðunum í búningsklefanum, ef þér líður svona. Hann er ekki að axla neina ábyrgð og ég er ekki hrifinn af því. Hann veit hvaða afleiðingar svona ummæli hafa. Hann er trúður að láta svona ummæli falla á opinberum vettvangi,“ sagði Sutton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert