Á förum frá Liverpool

Naby Keita verður samningslaus í sumar.
Naby Keita verður samningslaus í sumar. AFP/Glyn Kirk

Knattspyrnumaðurinn Naby Keita kemur að öllum líkindum til með að yfirgefa enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Keita, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool frá RB Leipzig sumarið 2018 fyrir 48 milljónir punda.

Keita hefur unnið alla þá titla sem hægt er að vinna með félaginu en hann hefur aldrei náð þeim hæðum sem reiknað var mð þegar hann gekk til liðs við félagið.

Hann hefur verið mikið meiddur á tíma sínum í Bítlaborginni en alls á hann að baki 129 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 11 mörk.

Keita hefur verið orðaður við bæði Inter Mílanó á Ítalíu sem og endurkomu til Leipzig í Þýskalandi.

mbl.is