Efast um leiðtogahæfileika van Dijks

Virgil Van Dijk er samningsbundinn Liverpool á Englandi.
Virgil Van Dijk er samningsbundinn Liverpool á Englandi. AFP/Franck Fife

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Marco van Basten hefur sett stórt spurningamerki við leiðtogahæfileika hollenska varnarmannsins Virgils van Dijks.

Van Dijk, sem er 31 árs gamall, er fyrirliði hollenska karlalandsliðsins en van Basten stýrði landsliðinu á árunum 2004 til 2008.

Þá lék van Basten58 A-landsleiki þar sem hann skoraði 24 mörk á árunum 1983 til 1992 en hann hefur áður gagnrýnt hollenska miðvörðinn opinberlega.

Tekur aldrei af skarið

„Það eru læti í honum en hann segir aldrei neitt,“ sagði van Basten í samtali við Ziggo Sport eftir 0:4-tap Hollands gegn Frakklandi í undankeppni EM 2024 á dögunum.

„Góður fyrirliði talar við liðsfélaga sína og segir þeim hvað þeir eiga að gera. Van Dijk tekur aldrei af skarið og býr þar af leiðandi til meiri vandræði fyrir samherja sína því það skapar óöryggi og misskilning.

Hann er góður í klefanum en taktískt og tæknilega er hann slakur. Fyrir mér skortir hann leiðtogahæfileika á vellinum því hann leiðir ekki með góðu fordæmi. Hann þorir ekki að taka af skarið og hann þorir ekki að taka ákvarðanir,“ bætti van Basten við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert