Rodgers: Viljum vinna „litlu deildina“

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, segir liðið stefna að því að standa uppi sem sigurvegari í eiginlegri níu liða „litlu deild“ sem liðið er nú hluti af í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, ræddi við Rodgers um hversu gífurlega samkeppnishæf deildin er, sem endurspeglast í því að afar mjótt er á munum hjá níu neðstu liðunum.

„Aðstæður liðanna eru orðnar þannig að það neðsta getur sigrað það efsta, svo einfalt er það.

Við erum í níu liða „litlu deild“ þar sem litlu munar og markmið okkar er að vinna hana í næstu ellefu leikjum,“ sagði Rodgers.

Leicester er sem stendur í 17. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan fallsvæðið og tveimur fyrir ofan botnlið Southampton.

Samræður Rodgers og Tómasar um þessa níu liða baráttu má sjá heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert