Eitt af mörkum tímabilsins (myndskeið)

Marcus Tavernier skoraði stórglæsilegt mark fyrir Bournemouth í 2:1-sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Andrea Pereira kom Fulham yfir í fyrri hálfleik en Tavernier og Dominic Solanke tryggðu Bournemouth sætan sigur í seinni hálfleik.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is