Potter: Verð að taka ábyrgð

Graham Potter á hliðarlínunni í gær.
Graham Potter á hliðarlínunni í gær. AFP/Justin Tallis

„Að tapa eru alltaf vonbrigði,“ sagði Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir 0:2-tap á heimavelli gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Það vaknar ávallt sú tilfinning að við höfum ekki tekið skref fram á við, það er óhætt að segja það. Við þurfum að greina frammistöðuna og skoða hlutina sem við gerðum vel og hvað við getum gert betur,“ sagði Potter í samtali við Match of the Day á BBC eftir leik.

Líkt og oft áður fékk Chelsea fjölda færa en tókst hins vegar ekki að koma boltanum í netið og er nú í neðri hluta deildarinnar, 11. sæti, með 38 stig.

„Varnarlega vorum við of opnir en ef maður skoðar tölfræði leiksins fengum við sjálfir færi, við komumst einir gegn markmanni en þegar kom að því allra mikilvægasta, að koma boltanum í netið, vorum við næstbestir.

Ég vil ekki kenna neinum um, ég verð að taka ábyrgðina. Við erum lið og verðum að standa saman. Við erum saman í þessu, við vinnum og töpum saman. Við undirbúum okkur fyrir næsta leik. Við þurfum að bregðast við, það er alveg ljóst, en við hlökkum til þess,“ bætti hann við.

mbl.is