Leikmaður Liverpool lætur óánægju sína í ljós

Fabio Carvalho fagnar marki sem hann skoraði fyrir Liverpool í …
Fabio Carvalho fagnar marki sem hann skoraði fyrir Liverpool í vetur. AFP/Paul Ellis

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Fabio Carvalho, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, hefur ekki fengið mikið að spila síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir nýafstaðið tímabil.

Fabrizio Romano, ítalskur félagsskiptasérfræðingur, hefur sagt frá því að Liverpool hafi hafnað tilboði frá Meistaradeildarfélagi í Carvalho. Romano segir þó að félögin séu enn í viðræðum og Liverpool gæti leyft honum að fara frá félaginu.

Carvalho vill fá að spila meira en hann lék aðeins 730 mínútur í 22 leikjum á tímabilinu. Hann vill fara frá félaginu en miðað við færslu á Instagram síðu hans þá fær hann ekki að fara.

Carvalho birti mynd af sér með lyndistákni af keðjum eins og honum sé haldið föngnum hjá Liverpool. Einn skrifar athugasemd við myndina þar sem hann segir að Carvalho sé eins og ofurmódel. Carvalho svaraði því með því að skrifa: „Það er það eina sem ég geri núna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert