48 sigrar og 110 sinnum á palli

Sebastian Vettel fagnaði sínu 110. pallsæti  í Melbourne í morgun en fyrri helming kappakstursins leit alls ekki út fyrir að hann myndi fara með sigur af hólmi.

Fyrstu 22 hringina af 58 var Vettel í þriðja sæti og komst ekki framar fyrr en öryggisbíll hafði komið út í brautina, í kjölfar brottfalls Haas-bílanna.

„Ég naut sigursins virkilega vel. Við vorum augljóslega heppnir með öryggisbílinn. Ég hafði vonast eftir betri ræsingu en það gekk ekki og ég varð að sætta mig við þriðja sætið,“ sagði Vettel eftir 48. sigurinn á ferlinum. 

Hann ítrekaði að hafa verið ögn heppinn að hafa unnið kappaksturinn en bætti við: „Ég tek úrslitunum“.

mbl.is