Greinir á um hver sé fljótastur

Sebastian Vettel hjá Ferrari og Lewis Hamilton hjá Mercedes greinir á um hvor þeirra sé í raun fljótari í upphafi nýrrar keppnistíðar í formúlu-1.

Þótt hann hafi unnið fyrsta mót ársins, í Melbourne, segist Vettel engar hyllingar sjá og er gallharður á því að Mercedesbíllinn sé sá fljótasti. „Þeir eru hraðskreiðasta liðið og eru með 0,3 eða 0,4 sekúndna forskot á hring á Ferrari. Í okkar röðum eru nógu margt af kláru fólki til að sjá að við erum ekki nógu fljótir ennþá,“ segir Vettel.

Hann bætir við að aftur á móti séu næstu lið á eftir Mercedes mjög jöfn og segir að hann þurfi að ná meiri hraða úr bíl sínum til að vinna mót. Tvímálalaust búi sá möguleiki í Ferrarifáknum.  

Þessu andmælir Lewis Hamilton og kveðst telja muninn á bílum Mercedes og Ferrari miklu minni en Vettel vill vera láta. „Hvað aflið varðar í tímatökunni þá held ég um jafntefli sé að ræða. Þeim hefur farið mikið fram. Í kappakstrinum kunnum við að hafa ögn forskot á þá þó erfitt sé um það að segja. Þeir brúkuðu annars konar vélarham og herfræði þeirra var önnur. Það er erfitt að ráða í þetta eftir fyrsta mót. Staðan mun koma miklu betur í ljós í allra næstu mótum,“ segir Hamilton.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla